ÓRAVÍDDIR

Óravíddir er skapandi stærðfræðinámsefni fyrir alla aldurshópa.
Samið sem lokaverkefni úr Listkennsludeild LHÍ til meistaraprófs.

Parísarhoppið er við Kópavogsskóla. Þar er hægt að leika sér frjálst eða skoða formin og semja leiki út frá rúmfræðinni.


Hvernig notar maður námsefnið?

 1. Leikur þér í parsíarhoppinu
 2. Skoðar parísarhoppið í appinu, sérð formin lifna við og hreyfast
 3. Lærir leiki og æfingar í forritinu sem er hægt að prófa úti og inni
  • Úti
   • Að búa til hringfara með band og krít og teikna svo innan um parísarhoppið
   • Rúmfræðilegt teygjutvist
  • Inni
   • Klippa og líma marghyrninga í margflötunga
   • Skúlptúrar og skuggaleiki
 4. Fimmti og síðasti kaflinn í forritinu er kynning á víddum – hvernig væri að heimsækja heim þar sem eru bara tvær víddir, lengd og breidd? En bara ein vídd? Er hægt að ímynda sér fjórðu víddina, einhverja aðra átt sem er hvorki hæð, breidd né lengd?


Smáforritið

Smáforritið var skrifað af Torfa Ásgeirssyni og er bara til í prufuútgáfu. Að neðan má sjá upptökur af virkni forritsins.