Teymið

Ágústa Gunnarsdóttir

Ágústa Gunnarsdóttir er listamaður með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Í listsköpun sinni hefur hún sóst eftir því að fjalla um umhverfisupplifun frá mismunandi pólum og hefur notast við hina ýmsu miðla, allt frá teikningu yfir í gjörninga. Ágústa hefur undanfarið verið búsett í Berlín þar sem hún er í starfsnámi hjá sjálfstæðum sýningarstjóra sem fæst við verkefni sem sameina umhverfisheimspeki og list.

 

 

Jóhanna Ásgeirsdóttir

Jóhanna útskrifaðist með BFA í Studio Art úr New York University vorið 2017 og stundar nú mastersnám í listkennslu við LHÍ. Í list sinni vinnur hún innsetningar úr plastpokum, plöntum, (lifandi og gervi) og munum úr gleri sem hún blæs sjálf. Hún veltir mikið fyrir sér mörkunum á milli manngerðum og náttúrlegum fyrirbærum, og vill reyna að rannsaka umhverfið sitt á einlægan hátt og búa til ný umhverfi sem gera þessi mörk sýnileg. 

 

endurhugsa.2018-4.jpgendurhugsa.2018-4.jpg

Vigdís Bergsdóttir

Vigdís útskrifaðist með BSc í umhverfis- og byggingarverkfræði vor 2017 frá Háskóla Íslands og stefnir á framhaldsnám í sjálfbærum arkitektúr. Nú vinnur hún á arkitektastofunni T.ark Arkitektar. Vigdís var nefndarmeðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd stúdentaráðs SHÍ 2016-2017 og hefur þar unnið að eflingu umhverfismála innan háskólasamfélagsins. Sumarið 2016 var hún valin sem fulltrúi Íslands í fimm vikna námsstefnu um umhverfismál í Bandaríkjunum á vegum Fulbright stofnunarinnar. Þar vann hún með hópi 22 einstaklinga frá 17 löndum og öðlaðist viðsýna þekkingu um umhverfismál og hæfni í að byggja upp góða samvinnu með fólki með ólíkan bakgrunn. Á þessari dvöl sinni kafaði hún mikið í fræði tengd sjálfbærum arkitektúr og langaði að láta af sér leiða heima á Íslandi og framkvæma verkefni ásamt örðum á listrænum grundvelli. Vigdís hefur ávalt heillast af því að finna lausnir á umhverfisvandanum með því að tengja listræna sköpun og raunvísindi.